Reykjavíkurborg á og rekur Listasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn
Reykjavíkur og Borgarbókasafnið og eru þau með starfsemi á 14 stöðum
víðsvegar um borgina. Á söfnunum er allt kapp lagt á að miðla sögu,
bókakosti, myndlist og því sem hæst ber í listum og menningu hverju
sinni. Tugir sýninga eru opnaðar á ári hverju og haldnir eru mörg
hundruð viðburðir sem ætlað er að höfða til ólíkra hópa. Því ættu
allir að finna eitthvað við sitt hæfi á söfnum Reykjavíkurborgar.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Borgarbókasafnið er almenningsbókasafn Reykvíkinga og er öllum opið. Safnið er kraumandi menningarmiðja í þínu hverfi. Þar finnur þú allt í senn, bækur, viðburði, þekkingu, tónlist, fróðleik og fyndni, kvikmyndir og myndlist. Á safninu getur þú upplifað eitthvað nýtt, mælt þér mót við vini, gluggað í blöð og tímarit eða slappað af í rólegu horni. Þar er einnig auðvelt að finna pláss til að læra, halda fundi eða taka þátt í klúbbum. Borgarbókasafnið rekur sex starfsstaði ásamt bókabílnum Höfðingja og sögubílnum:
Borgarsögusafn Reykjavíkur – eitt safn á fimm einstökum stöðum
Borgarsögusafn Reykjavíkur er næststærsta safn landsins á eftir Þjóðminjasafninu. Hlutverk þess er að safna, skrásetja, varðveita og rannsaka menningarminjar sem eru einkennandi fyrir menningararf borgarinnar, og miðla sögu hennar og menningu frá landnámi til samtímans.
Listasafn Reykjavíkur – Eitt safn á þremur stöðum
Listasafn Reykjavíkur er lifandi og framsækinn vettvangur sem býður upp á fjölbreyttar sýningar á nútíma- og samtímalist, málverkum og skúlptúrum eftir virta íslenska og erlenda listamenn. Safnið er jafnframt vettvangur fyrir ungt og upprennandi hæfileikafólk